Lyrics

Mér líkar vel við sjálfan mig En það er skuggi innra með mér sem ég hræðist Er ég svona því að það var Myrkur og kuldi þegar ég fæddist? Nóg er nóg en nóg er aldrei nóg Ég hugsa alltaf bara hvar er næsti? Ég er eins og bensínljós því það kviknar á mér Þegar að tankurinn minn tæmist Ég reyni að stinga af Hlið af mér sem býr Innra með mér þar Sem hún berst um eins og dýr Ég reyni að stinga af Í ró og betra líf Skil ekki hvað það var Sem lét mig kveikja í Ég sigli út og lendi í sjávarháska En ekki í fyrsta sinn, ég sef í braki Skammast mín fyrir að kvarta Því ég borða vel og sef vært undir þaki Reyni að halda uppi fjölskyldu Hví líður mér þá eins og ég sé krakki Einn daginn vakna ég og vandamálin Hverfa burtu frá mér, jú er það ekki Ég reyni að stinga af Hlið af mér sem býr Innra með mér þar Sem hún berst um eins og dýr Ég reyni að stinga af Í ró og betra líf Skil ekki hvað það var Sem lét mig kveikja í
Writer(s): Gauti þeyr Másson, Halldór Gunnar Pálsson, þormóður Eiríksson Lyrics powered by www.musixmatch.com
instagramSharePathic_arrow_out